Home » Fréttir » Samráðsfundur SmÍ Og Mmr

Samráðsfundur SmÍ Og Mmr

Þriðjudaginn 29. Apríl 2014 hefur verið boðaður sérstakur samráðsfundur skólameistara framhaldsskólanna og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.  Meginþemu fundarins eru nýgerður kjarasamningur SNR og KÍ og í annan stað rekstrarstaða skólanna og horfur í þeim efnum.  Við undirbúning fundarins var stjórn SMÍ í samráði við fulltrúa ráðuneytisins en ljóst er að aðkoma skólameistara að framkvæmd veigamikilla þátta í kjarasamningnum við KÍ er mikil og mikilvæg.  Fundurinn hefst kl. 10:00 og stendur til kl 16:00 og verður á Hotel Natura (Loftleiðum).

Dagskrá fundarins má sjá með því að smella á „read more“ hnappinn.

Samráðsfundur ráðuneytis og Skólameistarafélags Íslands 29. Apríl 2014á Hótel Natura

Dagskrá:

 10:00  Setning fundar:  Arnór Guðmundsson

10:15 Nýr kjarasamningur við KÍ og verkefnin framundan

Ólafur Sigurðsson / Lárus H. Bjarnason

Aðkoma/hlutverk skólameistara:  Ársæll Guðmundsson

Umræður í hópum

1:0  Hádegismatur

1:00 Ávarp ráðherra

1:20  Fjármögnun framhaldsskólans staða og horfur

Gísli Þór Magnússon

Innleiðing námskrár og aðgangsviðmið háskólanna

Björg Pétursdóttir

14:00  Pallborðsumræður:

Auk Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra sitja pallborð Gísli Þór Magnússon og Björg Pétursdóttir frá ráðuneyti og skólameistararnir Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og Ingi Ólafsson.

15:15 Kaffiveitingar og fundarslit

Comments are closed.