Home » Fundargerðir » SmÍ – Stjórnarfundur 30. September 2014

SmÍ – Stjórnarfundur 30. September 2014

Símafundur stjórnar SMÍ haldinn 30. September 2014

Á fundi sem hófst kl. 16:00 voru: Hjalti Jón IngileifKristján og Ragnheiður Bóasdóttir úr menntamálaráðuneytinu sem var gestur í upphafi fundar.

Nokkur mál voru til umræðu og þau tekin fyrir.

Erindi frá ráðuneytinu
Ragnheiður Bóasdóttir var gestur á fundinum í upphafi og kynnti fyrir stjórninni ný drög að reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum. Nú er búið að endurskoða þessa reglugerð og taka tillit til margra þeirra athugasemda sem bárust þegar hún kom fyrst fram. Hún bauðst til að koma á næsta félagsfund SMÍ og kynna þetta ef vilji væri fyrir því. Stjórnin ræddi málið og telur ekki þörf á því. Þessi reglugerð verður send skólameisturum fljótlega.

Félagsfundur
Rætt um dagskrá félagsfundar sem haldinn verður 10. okt. á Grand Hotel og hefst kl. 10:30.
– Launamál skólameistara
– Fjármálafrumvarpið 
– Starfsmannamál
– Vinnumatið – kynning – staðan
– Haustfundurinn á Selfossi – hvað er brýnast að ræða þar?
– Önnur mál

Svarbréf til kjararáðs
Rætt var um þá þætti sem eru sameiginlegir fyrir alla skólameistara og brýnt er að menn leggi áherslu á í svari til ráðsins. Rætt var hvort betra sé að stjórnin skrifi eitt bréf þar sem þessir þættir komi fram og hvetji síðan þá félagsmenn sem búi við sér aðstæður til að skrifa sérbréf. Til dæmis þar sem skólastjórar grunnskóla á viðkomandi stað séu hærra launaðir.

Þau atriði sem talin voru skipta máli eru:
– Fleiri og stærri verkefni hafa verið flutt yfir á skólana eins og  launavinnsla og starfsmannahald.
– Aukin krafa um hagræðingu og niðurskurð.
– Aukin skýrslugerð vegna skólahalds.
– Innleiðing nýrra laga 2015 og gerð námskráa fyrir þann tíma.
– Áherslur í Hvítbók eins og stytting náms til stúdentsprófs.
– Vinna við vinnumatið sem er hluti af kjarasamningin KÍ við ríkið.
– Laun annarra stjórnenda í skólum FS-félaga hafa hækkað verulega (293%) við síðustu samninga KÍ og ríkisins.

Eflaust eru fleiri þættir sem hér mætti telja upp. Stjórnin vill eindregið hvetja félagsmenn til að vera duglega við koma þessum atriðum á framfæri við kjararáð.

Önnur mál
a) Rætt var um skjalaflokkunarkerfi og hvort ekki væri hægt að koma einhverju einu slíku á fyrir alla framhaldsskólana.
b) Rætt um nýtt form skólasamningsfunda. Fram kom að ekki væru allir skólameistarar ánægðir með það og söknuðu gamla formsins.

Fundi lauk kl. 16:50.
Stefnt er að næsta símafundi að viku liðinni.
Fundargerð ritaði Kristján Ásmundsson.

Comments are closed.