Home » Fundargerðir » SmÍ – Stjórnarfundur 11. Nóvember 2014

SmÍ – Stjórnarfundur 11. Nóvember 2014

Símafundur stjórnar SMÍ haldinn 11. nóvember 2014

Á fundi sem hófst kl. 15:30 voru: Hjalti Jón Ingileif og Kristján.

Nokkur mál voru til umræðu og þau tekin fyrir:

Nýja starfið
Rætt var um nýja starfið en búið er að auglýsa eftir starfsmanni. Þá hefur framlag ráðuneytisins borist og það verið lagt inn á reikning SMÍ.

Félagsfundurinn
Farið var yfir dagskrá félagsfundarins sem haldinn verður næstkomandi föstudag. Þar á að kynna nýja stofnun Kjara- og mannauðssýslu ríkisins sem kemur í staðinn fyrir Starfsmannaskrifstofuna. Einnig verða kynntir samráðshópar sem eru í gangi um hin ýmsu efni. Á FÍF fundinum verður fjallað um vinnumatið.

Norrænu skólastjórnendasamtökin
Hjalti Jón sagði frá fyrirhugðum fundi þessara samtaka hér í vor. Hann sagðist hafa skrifað Svanhildi Maríu Ólafsdóttur formanni Skólastjórafélagsins bréf um þetta og hvatt þau til að ganga í þessi samtök en skólastjórar grunnskóla einhverra Norðurlanda eru aðilar að þeim.

Önnur mál
Formaður upplýsti að stjórn FS hefði óskað eftir fundi með stjórnum bæði SMÍ og FÍF til að ræða sameiningu félaganna. Sá fundur verður haldinn eftir fund FÍF næstkomandi föstudag.

Fundi lauk kl. 16:10. Fundargerð ritaði Kristján Ásmundsson

 

Comments are closed.