Home » Fundargerðir » SmÍ – Stjórnarfundur 2. Desember 2014

SmÍ – Stjórnarfundur 2. Desember 2014

Símafundur stjórnar SMÍ haldinn 2. desember 2014

Á fundi sem hófst kl. 14:35 voru: Hjalti Jón Ingileif og Kristján.

Nokkur mál voru til umræðu og þau tekin fyrir:

Nýja starfið
Capacent er búið að taka viðtöl  við þá umsækjendur sem var raðað efst í hæfnimati. Úr þeim hópi hafa verið valdir þeir þrír sem koma í annað viðtal næstkomandi föstudag 5. des. en fulltrúar SMÍ verða með í því viðtali. Að því loknu verður tekin ákvörðun um hver hlýtur starfið.

Kjararáð
Ekkert hefurennþá frést frá kjararáði og engar upplýsingar borist um hvenær niðurstöðu er að vænta.

Önnur mál
a) Rætt var um þau mál sem eru að koma upp í skólum og eru blásin út í fjölmiðlum. Þrjú slík hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Í því sambandi er fróðlegt að bera saman fjölda umsókna um stöður skólameistara þar sem umsækjendur hafa oftast verið færri en 10 borið saman við ný auglýst starf fyrir SMÍ/FÍF þar sem umsækjendur voru 47. Það hlýtur að vera til marks um þau starfskjör sem við búum við.
b) Rætt um jólafund FÍF sem verður næstkomandi föstudag og útlit er fyrir góða mætingu á fundinn.

Fundi lauk kl. 15:10.
Fundargerð ritaði Kristján Ásmundsson.

Comments are closed.