Home » Fundargerðir » Fundargerð SmÍ 2601 2015

Fundargerð SmÍ 2601 2015

Símafundur stjórnar SMÍ haldinn 26. Janúar 2015

Á fundi sem hófst kl. 14:10 voru: Hjalti Jón Ingileif Kristján og Baldur.

Nokkur mál voru til umræðu og þau tekin fyrir.

  1. FÍF fundur

Hjalti Jón sagði frá fundi í stjórn FÍF sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Einnig sagði hann frá stöðunni í sambandi við vinnumatið. Stefnt er að því að fara með kynningu á niðurstöðunni í alla skólana áður en atkvæðagreiðslan verður haldin.

  1. Fundir á mánudag

Rætt var um dagskrá SMÍ og FÍF fundanna sem verða næstkomandi mánudag. Baldri falið að hafa sambandi við Ólaf Sigurðsson og Ársæl Guðmundsson um hvort annarhvor þeirra gæti komið og verið með kynningu á stöðunni. Einnig var Baldri falið að hafa samband við Gísla Þór Magnússon á fjármálasviði mennta-og menningarmálaráðuneytisins og fá hann til að koma og útskýra bréf frá deildinni þess efnis að fjárveitingar til skólanna fyrir árið 2015 hafi verið ofmetnar og því verði fjárheimildir skólanna lækkaðar og gera þurfi að nýju fjárhagsáætlanir fyrir þetta ár. Ákveðið að leita til Ingibjargar um mótrök gegn þessu. Einnig var rætt um að taka fyrir stöðuna í sambandi við námskrárvinnuna.

  1. Dagskrá norrænu ráðstefnunnar

Baldur er að setja upp dagskrá norrænu ráðstefnunnar sem verður haldin í byrjun maí. Það land sem heldur ráðstefnuna hverju sinni ræður efni hennar.

  1. Önnur mál
  2. Rætt var um sameiningu félaganna og að nú þurfi að fara að setja kraft í þau mál svo þeim verði lokið fyrir aðalfundinn.
  3. Hjalti Jón greindi frá svari sem fékkst við þeirri málaleitan að fulltrúi kjararáðs kæmi á félagsfund SMÍ og greindi frá því hver staðan væri í okkar málum hjá ráðinu. Í svarinu er fulltrúum stjórnar SMÍ boðið að koma á fund ráðsins 24. febrúar næstkomandi og hefur því boði verið tekið.
  4. Starfsnámsskólarnir hafa rætt um að funda áður en SMÍ fundurinn hefst.

 

 

Fundi lauk kl. 15:10. Fundargerð ritaði Kristján Ásmundsson

Comments are closed.